Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Styrkur flúors enn mikill í Reyðarfirði

11.12.2013 - 13:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Styrkur flúors mælist enn hár í grasi í Reyðarfirði þrátt fyrir aðgerðir Alcoa til að draga úr flúorlosun frá álveri sínu í firðinum.

Flúormengun stórjókst sumarið 2012 eftir að síur brugðust og mengunarmælingar einnig. Áfram var fylgst náið með styrk flúors og síðasta sumar mældist hann einnig mikill í bæði grasi og heyi en innan viðmiða fyrir grasbíta að meðaltali. Við mælingar nú í sumar kom í ljós að flúor frá álverinu í Reyðarfirði berst ekki svo neinu nemur í nálæga firði. Hann berst hinsvegar nokkuð langt upp á Fagradal og þann 20. ágúst mældist talsverður flúor í grasi bæði við neyðarskýli á dalnum og við afleggjarann til Mjóafjarðar.

Í eftirlitsferð Umhverfisstofnunar frá 10. október voru gerðar athugasemdir við lokun kerja í kerskála en lok voru beygluð sem veldur því að mengun sleppur upp um rjáfur kerskálans í stað þess að fara inn í frásogskerfi og í gegnum hreinsunarvirki. 

Fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld.