Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Stykkishólmur nánast plastpokalaus

05.11.2014 - 21:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Íbúar í Stykkishólmi byrjuðu að flokka allt heimillissorp fyrir sex árum og nú urðar bærinn rúmlega fjörutíu prósent minna sorp en áður.

Nýlega var stefnan sett á útrýmingu plastpokans og hafa nær allar verslanir í bænum nema Bónus hætt sölu þeirra og bjóða nú í staðinn upp á fjölnota-og maispoka. Stykkishólmur var fyrir skömmu eitt þeirra sveitarfélaga sem var tilnefnt til náttúru-og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri furðar sig á því af hverju flokkun á heimilissorpi í Reykjavík sé ekki löngu hafin og telur að borgaryfirvöld séu haldin verkkvíða í þessum efnum.