Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Styðja ekki frumvarp um lækkun kosningaaldurs

20.03.2018 - 21:08
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason, þingmenn Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunarnefnd, styðja ekki frumvarp um að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnkosninga í 16 ár en þeir beina því til Alþingis að skipuð verði nefnd til að endurskoða lög um kosningar með það að markmiði að til verði ein heildstæð löggjöf um allar kosningar hér á landi.

Í þeirri vinnu sé skynsamlegt að tekið verði mið af því að kosningaaldur og kjörgengi verði 16 ár. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins í stjórnskipunarnefnd styður frumvarpið en vill að gildistaka verði ekki fyrr en 1. janúar 2020 og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknar í nefndinni styður það sömuleiðis en vill gildistöku 1. janúar 2019.

Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að meirihluti nefndarinnar styddi frumvarpið.

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV