Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason, þingmenn Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunarnefnd, styðja ekki frumvarp um að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnkosninga í 16 ár en þeir beina því til Alþingis að skipuð verði nefnd til að endurskoða lög um kosningar með það að markmiði að til verði ein heildstæð löggjöf um allar kosningar hér á landi.