Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sturla Jónsson með RÚV-snappið í dag

22.06.2016 - 10:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Sturla Jónsson
Sturla Jónsson sér um Snapchat-reikning RÚV í dag. Þar er hægt að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur, en allir forsetaframbjóðendur hafa fengið RÚV-snappið í einn dag síðustu daga.

Þeir sem eru með Snapchat geta skannað kóðann, sem hér fylgir, inni í forritinu eða einfaldlega leitað uppi notendanafnið ruvsnap. Snapchat er hægt að nálgast ókeypis í Google Play og Appstore. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Snapchat

Síðasti frambjóðandinn sem mun sjá um Snapchat RÚV er Elísabet Jökulsdóttir – fimmtudaginn 23. júní.

Kosið verður til embættis forseta Íslands laugardaginn 25. júní. 

 

davidkg's picture
Davíð Kjartan Gestsson
vefritstjórn