Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sturla býður sig fram

13.04.2016 - 16:46
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sturla H. Jónsson ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur þegar safnað undirskriftum þrjú þúsund meðmælenda.

Í tilkynningu frá Sturlu segir að hann muni sinna störfum sínum, sem æðsti embættismaður þjóðarinnar, eftir þeim starfsreglum sem gilda um forseta í stjórnarskrá lýðveldisins. 

Þar segir einnig að hann hafi fjölbreytta reynslu af vinnumarkaði. Hann hefur starfað við járnsmíði, bifvélavirkjun, húsyggingar og fleiri iðngreinar, t.d. rafvirkjun. Þá hefur hann einnig verið til sjós. Árið 1998 hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur sem hann sinnti til ársins 2008. 

„Allt frá árinu 2008 hefur Sturla verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Mörgum er minnistæð barátta hans og félaga hans það ár fyrir lækkuðu eldsneytisverði sem hafði áhrif á lánskjaravísitölu heimilanna í landinu.  Árið eftir hélt Sturla til starfa í Noregi. Þegar hann sneri aftur árið 2010 sá hann að hann gæti ekki látið kjör fólks í landinu afskiptalaus. Hann hóf þá baráttu sem enn sér ekki fyrir endann á sem snýr að lögmæti lána, hegðan lánastofnana gagnvart viðskiptavinum sínum með fulltingi sýslumanna, úrræðaleysis og afskiptaleysis annarra stjórnvalda gagnvart þeim.“

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV