Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

27.02.2017 - 13:34
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR. Flokkurinn mælist með tæplega 27% fylgi, sem tveimur og hálfu prósenti meira en í síðustu könnun. Vinstrihreyfingin grænt framboð lækkar í fylgi, en flokkurinn mælist nú með tæplega 24% fylgi - en fylgið var 27% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst einnig frá síðustu könnun MMR, um þrjú prósentustig. Tæplega 40% landsmanna styðja ríkisstjórnina. 

Framsóknarflokkurinn bætir við sig og nýtur nú 12,2% fylgis og jók fylgi sitt um 1,5% milli kannana. 

Píratar njóta 11,6% fylgis samkvæmt könnuninni og lækka um 0,3% frá síðustu könnun. Samfylkingin lækkar einnig í fylgi - hún mælist nú með 8% fylgi samanborið við 10% í síðustu könnun. Viðreisn hækkar um 0,1 prósentustig og mælist 6,3% en Björt framtíð lækkar um 0,2 prósentustig og mælist 5,2%. Fylgi annarra flokka er 5,9% samanlagt. 

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður