Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Stuðningsaðilar krefjast afsagnar Blatters

02.10.2015 - 20:41
Erlent · fifa
epa04418495 FIFA President Joseph Sepp Blatter attends a press conference following a FIFA Executive Committee meeting at the FIFA headquarters in Zurich, Switzerland, 26 September 2014. Blatter has confirmed he will stand for a fifth term as Fifa
Sepp Blatter neitaði að veita bandarískum þingmönnum áheyrn. Mynd: EPA - KEYSTONE
Fyrirtækin Coca-Cola, McDonalds og geriðslukortafyrirtækið Visa, sem eru meðal stuðningsaðila alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, lýstu því yfir í kvöld að Sepp Blatter, forseti sambandsins, ætti að segja af sér vegna spillingarhneykslisins sem skekið hefði FIFA.

Forráðamenn FIFA yrðu að sýna í verki að þeim væri alvara að hefja umbætur á sambandinu í ljósi rannsóknar á meintri spillingu innan þess. 

Blatter lýsti því yfir á mánudag að hann hygðist ekki segja af sér þótt hann sætti rannsókn vegna málsins og lögmaður hans sagði í kvöld að forsetinn myndi ekki segja af sér þrátt fyrir yfirlýsingu fyrirtækjanna. Að svo stöddu myndi afsögn Blatters ekki þjóna hagsmunum FIFA