Stuðið heldur áfram

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Stuðið heldur áfram

11.02.2016 - 14:55

Höfundar

Næsta laugardagskvöld, 13. febrúar, heldur Söngvakeppnin áfram á RÚV, en þá verða seinni 6 lögin sem taka þátt í keppninni flutt í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Keppnin er með óvenju glæsilegu sniði í ár af því tilefni að nú eru 30 ár liðin síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision og margt verður um dýrðir. Enn eru nokkrir lausir miðar á viðburðinn. Síðasta laugardag var uppselt í Háskólabíó og stemmningin frábær.

 

Lögin 6 sem flutt verða á laugardaginn eru:

Spring yfir heiminn
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson
Texti:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Flytjendur: Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Símakosninganúmer: 900 9901

Ótöluð orð
Lag og texti:  Erna Mist og Magnús Thorlacius
Flytjendur:  Erna Mist og Magnús Thorlacius
Símakosninganúmer: 900 9902

Óvær
Lag og texti: Karl Olgeirsson
Flytjandi:  Helgi Valur Ásgeirsson
Símakosninganúmer: 900 9903

Á ný
Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir
Flytjandi:  Elísabet Ormslev
Símakosninganúmer: 900 9904

Ég leiði þig heim
Lag og texti: Þórir Úlfarsson
Flytjandi: Pálmi Gunnarsson
Símakosninganúmer: 900 9905

Augnablik
Lag:  Alma Guðmundsdóttir og James Wong
Texti:  Alma Guðmundsdóttir, James Wong og Alda Dís Arnardóttir
Flytjandi:  Alda Dís Arnardóttir
Símakosninganúmer: 900 9906

Frábær skemmtiatriði

En það verða ekki aðeins keppendurnir sem koma fram í Háskólabíói á laugardaginn því boðið verður upp á frábær skemmtiatriði.  Högni Egilsson (Hjaltalín&GusGus) mun koma fram en það hvílir mikil leynd yfir því hvað hann mun gera á sviðinu!  Hljómsveitin Pollapönk mun flytja syrpu úr vinsælum lögum úr Söngvakeppni frá upphafi og þeir Gunni og Felix munu sjá um að hita áhorfendur í sal rækilega upp fyrir kvöldið. 

Kynnar keppninnar verða þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir. 

Það má því lofa frábæru stuði og stemmningu næsta laugardagskvöld.