Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Strumparnir orðnir 60 ára

epa06790714 People enjoy the Schtroumpf-Smurf Experience in Brussels, Belgium, 7 June 2018. The Smurf experience is installed in Brussels on the occasion of the 60th anniversary of the creation of the Schtroumps by their Belgian designer Peyo. The
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Strumparnir orðnir 60 ára

09.06.2018 - 19:53

Höfundar

Fyrir 60 árum litu litlar bláar verur dagsins ljós í Belgíu. Þær hafa lent í ýmsum ævintýrum síðan þá. Íslendingar þekkja þessar verur undir nafninu Strumparnir. Belgíski myndasöguteiknarinn Peyo skapaði Strumpana árið 1958.

Þeir slógu strax í gegn og hafði hann vart undan við teiknivinnuna. Ævintýri Strumpanna birtust fyrst hér á landi í teiknimyndablaðinu Sval. Síðar framleiddi bandaríska fyrirtækið Hanna-Barbera sjónvarpsþætti um fígúrurnar sem Laddi talsetti á íslensku. Urðu þættirnir alls á fimmta hundrað.

Í tilefni af sextíu ára afmælinu hefur verið sett upp sýning í Brussel þar sem gestum gefst kostur á að upplifa heim Strumpanna með aðstoð tækninnar. Fjölmargir hafa heimstótt sýninguna. Kostnaður við hana nemur um 625 milljónum íslenskra króna og mun hún standa út árið 2019 í Brussel. Þá mun sýningin ferðast um heiminn næstu fimm ár. 
 

Tengdar fréttir

Innlent

Strumpast á Strumpadeginum