Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Strokufangarnir handteknir á Þingvöllum

14.07.2015 - 12:30
Mynd með færslu
 Mynd: Google maps
Mynd með færslu
 Mynd: Pmarshal - Wikimedia Commons
Páll Winkell, fangelsismálastjóri, staðfesti í hádegisfréttum RÚV að lögreglan á Selfossi hefði handtekið tvo fanga sem struku af Kvíabryggju í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mennirnir handteknir á Þingvöllum.

Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á Þingvöllum um hálf tólf í morgun. Hún fór á staðinn og handtók tvo menn. Lögreglan vildi í samtali við fréttastofu ekki gefa upp nákvæma staðsetningu.

Einar Á. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir í samtali við fréttastofu að innbrotaboð hafi borist frá bústað við Þingvelli. „Þeir voru kurteisir og gáfu sig fram. Landverðir og lögregla voru komnir á staðinn á svipuðum tíma,“ segir Einar og bætir við að mennirnir hafi verið hinir prúðustu. „Þetta gekk allt vel.“

Flóttinn uppgötvaðist í gærkvöld en Kvíabryggja er opið fangelsi þar sem fangarnir hafa frelsi til að fara um afmarkað svæði. Þeir eiga hins vegar að skila sér í vistarverur sínar á ákveðnum tíma á kvöldin. Fangarnir tveir gerðu það ekki.

Um 188 kílómetrar eru frá Kvíabryggju á Þingvelli. Samkvæmt Google maps tekur 38 klukkustundir að ganga þá leið. Því eru líkur á því að mennirnir hafi ekki gengið til Þingvalla.

Klukkan rúmlega 11:30 í dag hringdi athugull vegfarandi í lögreglu og tilkynnti um grunsamlegar mannaferðir á Þingvö...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on 14. júlí 2015
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Hrefna Rós Matthíasdóttir
Fréttastofa RÚV