Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Stríðandi fylkingar samþykkja fangaskipti

17.02.2020 - 05:13
FILE - In this Monday, Aug. 5, 2019, file photo, fighters from a militia known as the Security Belt, that is funded and armed by the United Arab Emirates, discuss launching a mortar towards Houthi rebels, in an area called Moreys, on the frontline in Yemen's Dhale province. Saudi Arabia and the United Arab Emirates pledged Monday, Aug. 26, 2019, to keep their floundering coalition war against Yemen's Houthi rebels together after an Emirati troop pullout and the rise of the southern separatists they supported. (AP Photo/Nariman El-Mofty, File)
Aðskilnaðarsinnar í suðurhluta Jemen í bardögum við sveitir Hútífylkingarinnar sem ræður stórum hluta landsins. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Stríðandi fylkingar í Jemen komust í gær að samkomulagi um fangaskipti. Samningar náðust eftir sjö daga viðræður samninganefnda uppreisnarhreyfingar Húta og stjórnvalda í Amman í Jórdaníu. Að sögn Martin Griffiths, ræðismanns Sameinuðu þjóðanna í Jemen, samþykktu báðir aðilar að skiptast strax á listum yfir þá fanga sem krafist er að verði leystir úr haldi.

Griffiths sagði báðar fylkingar sýna að þrátt fyrir vaxandi átök líti menn jákvæðari augum til framtíðar. 

Sameinuðu þjóðirnar gáfu ekkert upp um hversu margir fangar færu á milli. Abdul-Qader al-Murtaza, sem hefur umsjón með fangelsum uppreisnarmanna, sagði að í fyrsta áfanga verði yfir 1.400 föngum sleppt. Al Jazeera hefur eftir honum að næstu tvo daga verði viðræður þar sem lögð verður lokahönd á lista beggja fylkinga. 

Átök hafa staðið yfir í Jemen síðan 2014. Ári síðar tók hernaðarbandalag Sádi Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og fleiri ríkja til varna með stjórnarhernum. Síðan þá hafa yfir 20 þúsund loftárásir verið gerðar á landið og fjöldi almennra borgara látið lífið. Nú síðast fórust yfir 30 almennir borgarar í árás bandalagsins að sögn Húta. Þjóðin er á barmi hungursneyðar, og hefur gengið illa að koma nauðsynjum til landsins. Sameinuðu þjóðirnar segja mannúðarástandið í landinu hið versta í heiminum um þessar mundir.