Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Stórt krapaflóð í Fljótsdal

04.06.2013 - 15:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Stórt krapaflóð fór niður Bessastaðaá í Fljótsdal í dag þegar krapastífla brast úr Fljótsdalsheiði. Vatn flæddi yfir tún á bæjunum Eyrarlandi og Bessastaðagerði.

Á Eyrarlandi hafði bóndinn nýlega smalað ám frá heyrúllu á jörðinni, heyrúllan lenti í flóðinu og endaði úti í á. Kindur á jörð Bessastaðagerðis lentu í sjálfheldu, umflotnar vatni. Bændum náðu þó að koma þeim til bjargar. Mikið vatn er í ánni sem er kolmórauð. Leysingar eru víða, 20 stiga hiti og miklar fannir sem bráðna hratt.

Vegurinn sem liggur að Laugarfellsskála er farinn í sundur og er ófær smærri bílum. Staðarhaldarar leita nú leiða við að brúa veginn, enda eiga þeir von á hópi ferðamanna í kvöld.