Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Stormurinn úr gervitungli - hviða yfir 70 m/s

30.12.2015 - 10:03
Mynd með færslu
 Mynd: Gervitunglamynd NASA - Jarðvísndastofnun HÍ
Sterkasta hviðan í storminum, sem gengur yfir landið austanvert, mældist yfir 70 metra á sekúndu á Vatnsskarði eystra rétt fyrir klukkan sex í morgun. Vegurinn þar er lokaður. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti á Facebook-síðu sinni hitamynd úr gervitungli NASA sem numin var klukkan 04:33 sem sýnir lægðina yfir landinu mjög vel.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er þjóðvegur 1 lokaður frá Höfn að Fáskrúðsfirði og frá Reyðarfirði í Mývatnssveit. Lokað er frá Reyðarfirði í Neskaupstað, Fjarðarheiði, Vatnsskarð eystra og um Vopnafjarðarheiði. 

LokanirÞjóðvegur 1 er lokaður frá Höfn að Fáskrúðsfirði og frá Reyðarfirði í Mývatnssveit.Lokað er frá Reyðarfirði í Neskaupstað, Fjarðarheiði, Vatnsskarð eystra og um Vopnafjarðarheiði.

Posted by Vegagerðin on 30. desember 2015

Veðrið nær hámarki um tíu leytið á Austurlandi en þá fer að draga verulega úr þessu. Flest bendir til þess að stormur verði í kringum Tröllaskaga og Skagaströnd um hádegisbil.

Á vef vegagerðarinnar má finna upplýsingar færð á vegum og lokanir vegna veðursins sem nú gengur yfir á Austurlandi. ...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on 30. desember 2015

Þessa vindaspá mátti sjá á vef Veðurstofunnar fyrir klukkan 9. Ekki er algengt að sjá þennan brúna lita sem þarna er yfir austurströndinni - þarna má sjá dökkbrúnan lit sem er fyrir 36 metra á sekúndu. 

Fréttastofa hefur staðið vaktina í nótt og í morgun en í hádeginu verður aukafréttatími í Sjónvarpinu þar sem farið verður yfir atburðarrásina. Veðrið hefur verið einna verst á Eskifirði - þar hafa hviður upp á 31 metra á sekúndu mælst og sjór gekk yfir sjóvarnargarða. Á Hvalsnesi mældist sterkasta hviðan 44 metrar á sekúndu og í Neskaupsstað 33 metrar á sekúndu.

Lægðinni hefur fylgt mikið vatnsveður - á Egilsstöðum flæddi vatn inn í lagnagryfju í prentsmiðjunni Héraðsprenti í annað skipti á skömmum tíma. Þá losnuðu þakplötur á skrifstofubyggingu Alcoa Fjarðaráls í morgun.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV