Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Stormur, flóð og skriðuföll í kortunum

Brotnir staurar.
Úr safni Mynd: RÚV
Enginn ætti að vera á ferðinni að óþörfu á höfuðuborgarsvæðinu fram eftir morgni og ráðið er frá ferðalögum milli landshluta í veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands. Veður verður sérstaklega slæmt um allt vestan- og norðanvert landið, enn hvassara en á þriðjudaginn var, og mikið úrhelli.

 

Varað er við hættu á vatnsflóðum, blautum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum víða um land vegna mikilla leysinga og tilheyrandi vatnavaxta. Þá er óvissustig vegna snjóflóða á Vestfjörðum.

Veðurhæðinni fylgja hlýindi um allt land og mikil rigning og snjóleysing sunnan- og vestantil segir í viðvörun Veðurstofunnar, og bent er á að tré geta rifnað upp með rótum og þakplötur fokið í slíkum veðurham. Einnig má búast við grjót- og malarfoki.

Þá er ölduhæð suður af landinu mikil og varað við ágjöf af ölduróti af suðri sem gæti verið til vandræða í höfnum við suðvesturstöndina, svo sem í Grindavík og Þorlákshöfn.

Sjá nánar á heimasíðu Veðurstofunnar