Gríðarlega stór skriða féll aðfaranótt föstudags úr fjallinu Torfufelli niður í Torfufellsdal í Eyjafjarðarsveit. Jón Hlynur Sigurðsson sem er fæddur og uppalinn á Torfufelli sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að menn hafi orðið varir við skriðuna er þeir sáu mórautt vatn í Torfufellsá.