Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Stonehenge var helgistaður allra Breta

23.10.2017 - 16:08
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Hinn forna mannvirki steinhringurinn Stonehenge á Suður-Englandi frá því um 2.500 fyrir Krist var helgistaður íbúa um allt Bretland, frá Wales í vestri til stranda Skotlands. Nýjar rannsóknir á 38 þúsund dýrabeinum, þ.á m. tönnum svína og nautgripa, sem eru matarleifar úr veislum og stórhátíðum þeirra sem byggðu Stonhenge, sýna að dýrin voru flutt hvaðanæva að til Stonhenge og sum um 750 kílómetra leið frá Skotlandi.

Þetta sýna mælingar á efninu strontíni í tönnunum sem er mismunandi eftir héruðum og löndum. Svínin voru flest 9 mánuða þegar þeim var slátrað. Talið er að það hafi verið gert þegar haldnar voru veislur þegar fagnað var endurkomu sólarinnar um vetrarsólstöðuhátíðina, 21. desember. Sú hátíð var sú mesta á norðurhveli til forna.  

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV