Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Stóll Gunnars Gunnarssonar kominn heim

Mynd með færslu
 Mynd:

Stóll Gunnars Gunnarssonar kominn heim

23.06.2014 - 13:29
75 ára byggingarafmæli Skriðuklausturs var fagnað í Fljótsdal í gær. Erfingjar Gunnars Gunnarssonar skálds afhentu Gunnarsstofnun skrifborðsstól skáldsins sem hefur verið gerður upp.

Þá var opnuð sölubúð þar sem meðal annars má fjárfesta í frumútgáfum af verkum skáldsins sem fundust  pökkum í eigu þess. Þá afhjúpaði Jón Einarsson 93 ára upplýsingaskilti um byggingu hússins sem var mikið stórvirki á sínum tíma. Húsið átti að verða fimm sinnum stærra en stríðið gerði draum Gunnars Gunnarssonar um að byggja svo stóran herragarð í Fljótsdal að engu. Skriðuklaustur er eftir sem áður merkileg bygging sem á fáa sinn líka hér á landi. 

Hér má horfa á viðtal við Jón Einarsson smið og Skúla Björn Gunnarsson, forstöðumann Gunnarsstofnunar. Ragnhildur Elín Skúladóttir les kvæði um fuglinn úr sögunni Drengurinn eftir Gunnar og Áshildur Haraldsdóttir leikur á þverflautu, meðal annars verk eftir Fritz Behrend sem hann samdi eftir að hafa lesið áðurnefnda sögu Gunnars.