Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Stofnfé sem breyttist í hlutafé

02.05.2013 - 19:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Við stofnun sparisjóða á Íslandi snemma og um miðbik síðustu aldar lögðu þeir sem seinna voru nefndir stofnfjáreigendur fram fé og stýrðu svo sjóðunum svipað og hlutafjáreigendur í hlutafélagi.

Stofnfjáreigendur fengu ekki arð af stofnfénu heldur aðeins lágmarksvexti án verðtryggingar, enda var verðtrygging ekki leyfileg á Íslandi og ekki tekin upp fyrr en 1980. Við ræðum stofnfé sparisjóða við Pétur Blöndal alþingismann.Í sumum tilvikum lögðu menn ekki fram stofnfé heldur gengust í ábyrgð fyrir tilgreindri fjárhæð. Þeir voru oft nefndir gæslumenn sparisjóðsins og þurftu að hafa traustan fjárhag sjálfir. Í ritgerð Þorvalds Logasonar félagsfræðings sem Spegillinn ræddi við á mánudaginn var, kemur fram að stofnfjáreigendur eða ábygðarmenn hafi oft orðið eins konar elíta innan samfélagsins og haft mikil áhrif á hverjir fengu lán og hverjir ekki. Í bók sem Björn Ingólfsson áður skólastjóri á Grenivík ritaði um sparisjóð Höfðahverfinga segir að frá upphafi hafi það verið börn og vinnufólk sem átti mestalla peninga í sjóðnum. En svo kom að því að Sparisjóðirnir vildu verða samkeppnishæfir við aðrar fjármálastofnanir. Þá kom að því, segir Þorvaldur Logason í meistaraprófsritgerð sinni um sparisjóðina, að Pétur Blöndal alþingismaður svipti sjóðina sakleysi sínu með beinskeyttum ræðuhöldum á Alþingi. Það var gert heimilt, segir Pétur í viðtali við Spegilinn, að breyta sparisjóðunum í hlutafélög.