Sorin Grindeanu, forsætisráðherra Rúmeníu, ætlar að draga til baka opinbera tilskipun sem felur í sér að það verður ekki saknæmt að þiggja mútur og misbeita valdi sínu ef ávinningurinn er innan við tvö hundruð þúsund lei, jafnvirði rúmlega fimm milljóna króna. Gríðarleg mótmæli hafa verið í landinu frá því að þessi ákvörðun var kynnt á þriðjudaginn var, þau mestu frá falli kommúnismans árið 1989.