Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Stjörnustríðsþreyta gerir vart við sig

epa06739943 Stormtroopers arrive for the screening of 'Solo: A Star Wars Story' during the 71st annual Cannes Film Festival, in Cannes, France, 15 May 2018. The movie is presented in the Official Competition of the festival which runs from 08 to
 Mynd: EPA

Stjörnustríðsþreyta gerir vart við sig

28.05.2018 - 15:36

Höfundar

Tekjur af frumsýningarhelgi nýjustu viðbótarinnar í flokki Stjörnustríðsmynda, Solo: A Star Wars story stóðu ekki undir væntingum framleiðenda. Myndin halaði inn 83,3 milljónir dala í Bandaríkjunum á fyrstu þremur dögunum en framleiðslukostnaður var rúmlega 400 milljónir dala.

Til samanburðar má nefna að tekjur af frumsýningarhelgi Rogue One: A Star Wars story frá árinu 2016 voru 155 milljónir dala. Síðasta Stjörnustríðsmyndin Star Wars: The Last Jedi, sem frumsýnd var í desember, halaði inn 220 milljónir dala. Af Stjörnustríðsmyndum seinni ára hefur Star Wars: The Force Awakens gengið best, en þegar upp var staðið voru tekjurnar af henni í kringum einn milljarð dala og hún kostaði 245 milljónir dala í framleiðslu.

Dýrasta myndin til þessa

Solo: A Star Wars Story er dýrasta Stjörnustríðsmyndin til þessa. Ástæðurnar má rekja til erfiðleika í framleiðslu en skipt var um leikstjóra í miðju kafi. Phil Lord og Christoper Miller höfðu unnið að myndinni í fjóra mánuði þegar samningum var rift og Ron Howard var fenginn inn í verkefnið til þess að byrja upp á nýtt.

epa06738542 Director Ron Howard and Chewbacca pose during the photocall for 'Solo: A Star Wars Story' at the 71st annual Cannes Film Festival, in Cannes, France, 15 May 2018. The movie is presented out of competition at the festival which runs
 Mynd: EPA
Ron Howard og Chewbacca stilla sér upp á frumsýningu Solo: A Star Wars Story á frumsýningu myndarinnar í Cannes.

Samkvæmt frétt The Hollywood Reporter var óánægja með verklag og hægagang verkefnisins meðal kvörtunarefna framleiðenda Lucasfilm. Haft er eftir ónefndum heimildarmanni hjá Lucasfilm að leikstjórarnir, sem áður hafa skilað af sér vinsælum myndum á borð við The Lego Movie og 21 Jump Street, hafi verið óánægðir með það takmarkaða listræna frelsi sem þeir höfðu í verkefninu. Í sömu frétt er haft eftir innanbúðarmönnum hjá Lucasfilm að leikstjórarnir tveir hafi alls ekki verið undirbúnir fyrir mynd af þessari stærðargráðu.

Mynd sem þóknast öllum

Blaðamaður New York Times rýnir í ástæðurnar fyrir dræmri aðsókn á opnunarhelginni og nefnir sem dæmi hversu þétt hafi verið milli frumsýninga á þeim tíma sem myndin kom út, og þar sé stórum og vinsælum myndum eins og Avengers: Infinity War og Deadpool 2 að einhverju leyti um að kenna.  Þá hafa gagnrýnendur ekki verið ánægðir og hörðustu aðdáendur Stjörnustríðsheimsins hafa verið mishrifnir. Kunna ástæðurnar ef til vill að vera umleitan Disney til að þóknast öllum kynslóðum, þá bæði aðdáendum elstu myndanna en einnig yngri kynslóðum.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Aðdáendur ósáttir við nýja Stjörnustríðsmynd

Kvikmyndir

Enn einn Stjörnustríðsþríleikurinn

Tækni og vísindi

Stjörnustríð ólu af sér Photoshop og Pixar

Mynd með færslu
Mannlíf

Stikla úr nýjustu Stjörnustríðsmyndinni sýnd