Stjörnustoltið vélarvana á leið frá Íslandi

09.09.2018 - 10:29
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Skemmtiferðaskip á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna varð vélarvana úti fyrir ströndum Massachusetts-ríkis á föstudag. 350 manns voru í skipinu þegar kælikerfi bilaði sem varð til þess að vélin slökkti á sér. Skipið var dregið til hafnar í Newport og skoðað vandlega. Þar var komist fyrir bilunina og bandaríska strandgæslan hleypti því svo í gær sína leið til New York.

Skipið Star Pride, Stjörnustoltið, hafði verið sautján daga á leið sinni yfir hafið frá Reykjavík og vegna bilunarinnar gátu farþegar ekki farið frá borði í Newport eins og að var stefnt. Vefritið Idaho Statesman segir að engan um borð hafi sakað vegna bilunarinnar.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi