Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Stjörnurnar bjartsýnar fyrir hönd Maríu

18.05.2015 - 16:46
Mynd: Credits: Thomas Hanses (EBU) / Eurovision.tv
Það vantar ekki stjörnurnar í íslenska Eurovision hópinn þessa dagana því Friðrik Ómar er í stuttri heimsókn. Baldvin Þór settist niður með Selmu Björnsdóttur, Heru Björk og Friðriki og ræddi við þau um ýmislegt tengt Eurovision.

Á meðal þess sem þau ræddu var hvað það er sem dregur fólk að keppninni ár eftir ár og svo koma klúbbsamlokur nokkuð við sögu. Þau eru bjartsýn fyrir hönd Maríu en segja að í þessari keppni sé aldrei hægt að ganga að neinu sem vísu.

baldvinb's picture
Baldvin Þór Bergsson
dagskrárstjóri