Stjórnarskrármálið getur hamlað stjórnarmyndun

23.09.2016 - 08:59
Mynd: RÚV / RÚV
Afstaða til endurskoðunar á stjórnarskrá getur haft áhrif á stjórnarmyndunarviðræður eftir alþingiskosningar. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor. Stærstu flokkarnir samkvæmt fylgiskönnunum, Píratar og Sjálfstæðisflokkur, gætu átt erfitt með að ná sameiginlegri lendingu.

Gæti reynst Sjálfstæðismönnum og Pírötum erfitt

Ólafur Þ. Harðarson sagði í viðtali við Óðin Jónsson í Morgunvaktinni á Rás 1 að hugsanlega gæti stjórnarskrármálið tafið fyrir stjórnarmyndun. „Það virðist vera miðað við nýjustu kannanir sem ég hef séð að kjósendur raði stjórnarskrármálinu ekki mjög framarlega. Heilbrigðismál og velferðarmál virðast vera þeim miklu meira hugleikin. Það er hugsanlegt að málið gæti valdið vandræðum við ríkisstjórnarmyndun.  Það fer náttúrulega eftir því hvaða flokkar eru þar við borðið. Sjálfstæðismenn og Píratar hafa verið með töluvert ólíkar áherslur í stjórnarskrármálinu þannig að ef að Píratar og Sjálfstæðismenn væru að reyna að mynda ríkisstjórn þá gæti þetta verið mál sem að myndi reynast erfitt í slíkum viðræðum" segir Ólafur Þ. Harðarson.

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi