Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Stjórnarskrá fyrir fólkið í landinu

07.11.2010 - 16:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Boðað var til blaðamannafundar á Grand Hótel í dag þar sem kynntar voru niðurstöður þjóðfundarins sem fór fram í gær.

Það sem stendur upp úr er meðal annars sú áhersla sem þjóðfundarfulltrúar leggja á að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggi fullveldi og sjálfstæði Íslendinga, skrifuð fyrir fólkið í landinu. Stjórnarskráin eigi að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlindir þjóðarinnar.


Jafnframt er lögð áhersla á að siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skuli vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Lögð sé áhersla á heiðarleika kjörinnar fulltrúa, embættismanna, og á lög og siðareglur. Allir eigi að njóta mannréttinda, trúfrelsis, friðhelgi einkalífs og eignaréttar. Tryggja skuli jafnræði fyrir lögum óháð trú, kynþætti, kyni, kynhneigð eða búsetu.


Þjóðfundarfulltrúar vilja einnig að allir njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og lágmarks framfærslu. Einnig var lögð áhersla á að vægi atkvæða yrði jafnt og að land og náttúra séu óframseljanlegar þjóðareignir sem ber að vernda.
 
Þetta eru örfá dæmi um það sem kemur fram í niðurstöðum fundarins. Þær má skoða í heild sinni á Thjodfundur2010.is.