Stjórnarandstaða fer með þrjár þingnefndir

11.12.2017 - 12:53
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stjórnarandstaðan ætlar að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum Alþingis, þ.e stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarandstöðuflokkana í morgun. Stjórnarandstaðan hafði farið fram á að fá formennsku í fjórum nefndum en því var hafnað.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu að það væru vonbrigði að stjórnarflokkarnir hefðu ekki fallist þrjár tillögur stjórnarandstöðu um breytingar. Engu að síður ætli stjórnarandstaðan að taka að sér formennsku í nefndunum þremur.

Píratar og Samfylking skiptast á

Logi segir að Miðflokkurinn fari með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd, Samfylkingin fari með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Píratar með formennsku í velferðarnefnd á sama tímabili. Eftir það víxli flokkarnir, Píratar taki við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Samfylkingin velferðarnefnd. 

Þingflokkarnir ákveða hver fer með formennsku fyrir þeirra hönd. 

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
ragnhildurth's picture
Ragnhildur Thorlacius
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi