Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Stífæfð söngatriði í skiptum fyrir gotterí

06.03.2019 - 18:55
Mynd:  / 
Furðuverur og fólk í skrautlegum búningum voru á vappi í dag og fluttu stífæfð söngatriði í skiptum fyrir gotterí. Sumir þurftu jafnvel innkaupakerru undir góssið. Það viðraði vel á þær fígúrur sem vöppuðu um í miðbæ Akureyrar í dag.

Flestir voru á höttunum eftir því sama, sælgæti til þess að stinga í pokann sinn. Sumir höfðu æft rappatriði fyrir daginn og aðrir sömdu nýja texta við þekkt lög. Það er rík hefð fyrir öskudeginum á Akureyri og á Glerártorgi var stíf dagskrá. Um 200 börn skráðu sig til leiks í keppni, þar sem keppt var bæði í söng og búningum. Og auðvitað var kötturinn sleginn úr tunnunni og tunnukóngurinn fékk að sjálfsögðu bikar að launum. 

Myndskeið frá öskudeginum á Akureyri má sjá hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. 

Mynd:  / 
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV