Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Steinshús vígt á Nauteyri í dag

15.08.2015 - 20:53
Mynd með færslu
 Mynd: SteinnSteinarr.is
Steinshús, safn og sýning til minningar um Stein Steinarr skáld, var vígt á Nauteyri við Ísafjarðardjúp í dag. Búið er að gera upp samkomuhús sem brann þar árið 2002.

Steinn Steinarr fæddist á Laugalandi í Skjaldfannardal árið 1908 nálægt Nauteyri. Hjónin Þórarinn Magnússon og Sigríður Austmann, sem eiga sumarbústað í nágrenninu, ákváðu fyrir nokkrum árum að beita sér fyrir endurbyggingu gamla samkomuhússins.

„Það voru tvær ástæður fyrir þessu, í fyrsta lagi var farið 2007 í einhverjum fjölmiðlum að ræða um að það yrði á næsta ári, 2008, liðin 100 ár frá fæðingu Steins. Það var önnur ástæðan. Hin var raunverulega sú að faðir Magnús Gunnlaugsson sem var lengi bóndi og hreppstjóri á Ytra-húsi í Steingrímsfirði, hann var skólabróðir Steins á Núpi í Dýrafirði árið 1925 til 1926 og þeir urðu ágætis kunningjar og Steinn kom nokkrum sinnum og heimsótti föður minn að Ósi. Ég man ekki eftir honum en systur mínar sem er eldri muna vel eftir honum þannig að þetta var svona tenging örlítil við hann,“ segir Þórarinn Magnússon verkfræðingur.

Steinshús er nánast í alfaraleið, en Nauteyri í Ísafjarðardjúpi, er tæpa 5 kílómetra frá vegamótununum til Ísafjarðar.

„Tilgangurinn er sá að heiðra minningu Steins Steinars skálds, númer eitt og tvö og kynna hann og auk þess verður þetta verður safn til minningar um hann með ýmsum gripum og slíku. Þá verður hér fræðimannsíbúð þar sem er hugsað skáld eða rithöfundar eða einhverjir fræðimenn geti dvalið og stundað sín fræði. Hugsanlega í tengslum við Stein eða hvað sem er, og svo er hugsunin sú að hér verði á sumrin lítið kaffihús.“

 

larao's picture
Lára Ómarsdóttir
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður