Stefnumót við heppinn áhorfanda

Mynd: Reykjavík Fringe Festival / Reykjavík Fringe Festival

Stefnumót við heppinn áhorfanda

30.06.2018 - 11:07
Fjöllistahátíðin Reykjavík Fringe Festival verður haldin í fyrsta skipti dagana 4.-8.júlí. Hátíðin býður upp á allt frá dragsýningum yfir í ljóðalestur en einhver gæti líka verið svo heppinn að fá að fara á stefnumót uppi á sviði.

Hátíðin samanstendur af yfir 130 sýningum sem að sýndar verða á fimm dögum. Sýningarnar koma frá ýmsum löndum, Íslandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Brasilíu og Ísrael svo eitthvað sé nefnt. fara Flestar sýningar fara því fram á ensku en Nanna Gunnarsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir eitthvað vera í boði fyrir alla.

Ein umdeildasta sýning hátíðarinnar er líklegast American Single þar sem bandaríska leikkonan Olivia mun „matcha“ við áhorfanda úr salnum á Tinder og fara á stefnumót við viðkomandi uppi á sviði. 

Hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar og dagskrá á heimasíðu hátíðarinnar og á Facebook

Nanna og Olivia voru gestir í Núllinu en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.