Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Stefán Bogi leiðir Framsókn aftur

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi, leiðir lista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi, skipar annað sætið á eftir honum. Stefán Bogi og Gunnhildur skipuðu einnig efstu tvö sætin í kosningunum fyrir fjórum árum.

Framsóknarfélag Héraðs og Borgarfjarðar samykkti tillögu uppstillingarnefndar einróma á fundi sínum um helgina. Framsóknarflokkurinn er með þrjá bæjarfulltrúa á Fljótsdalshéraði en starfar þar í minnihluta. Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og ráðunautur, skipar þriðja sæti listans. Hún var ekki á framboðslista flokksins fyrir fjórum árum.

Listinn í heild sinni er svona:
1. Stefán Bogi Sveinsson, 37 ára, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, 65 ára, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
3. Guðfinna Harpa Árnadóttir, 36 ára, bóndi og ráðunautur
4. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 23 ára, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
5. Benedikt Hlíðar Stefánsson, 44 ára, vélatæknifræðingur
6. Jónína Brynjólfsdóttir, 38 ára, verkefnastjóri
7. Alda Ósk Harðardóttir, 36 ára, snyrtifræðimeistari
8. Einar Tómas Björnsson, 26 ára, framleiðslustarfsmaður
9. Jón Björgvin Vernharðsson, 37 ára, bóndi og verktaki
10. Ásgrímur Ásgrímsson, 51 árs, öryggisstjóri
11. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, 32 ára, leikskólakennari
12. Björn Hallur Gunnarsson, 48 ára, verktaki
13. Valgeir Sveinn Eyþórsson, 23 ára, nemi
14. Ásdís Helga Bjarnadóttir, 49 ára, verkefnastjóri
15. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, 42 ára, málarameistari og sölumaður
16. Magnús Karlsson, 65 ára, bóndi
17. Sólrún Hauksdóttir, 58 ára, ofuramma og bóndi
18. Guðmundur Þorleifsson, 86 ára, heldri borgari

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV