Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

STEF segir ekkert líkt með lögunum

Mynd með færslu
 Mynd:

STEF segir ekkert líkt með lögunum

05.02.2013 - 18:10
Eftir umræðu í netheimum um líkindi með laginu Ég á líf sem á laugardag var valið til að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og kanadíska lagsins I am cow, höfðu höfundar íslenska lagsins samband við STEF.

Valgeir Magnússon umboðsmaður lagahöfundanna segir að hjá STEFi hafi verið hlegið að þeirri hugmynd að kalla saman sérfræðinga til að bera saman lög sem augljóslega væru ekki lík.  

Valgeir segir að það sé dýrt að gera slíka úttekt og ekki sé farið út í slíkt nema kæra hafi verið lögð fram. Það hafi ekki verið gert og hjá STEFi hafi menn sagt ekkert tilefni til, enda bara um netverjagrín að ræða.