16 starfsmönnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var tímabundið forðað úr borginni Beni í austurhluta Austur-Kongó eftir að sprengja lenti á híbýlum þeirra. Liðsmenn sameinaða lýðveldishersins, ADF, og friðargæslusveitar Sameinuðu þjóðanna kljást á svæðinu, og segir Michel Yao, stjórnandi WHO á svæðinu, að hann viti ekki hverjir vörpuðu sprengjunni.