Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Starfsmenn WHO flýja átök í Austur-Kongó

17.11.2018 - 23:34
epa05959537 (FILE) - A Liberian health worker in a burial squad drags an Ebola victim's body for cremation from the ELWA treatment center in Monrovia, Liberia, 13 October 2014 (reissued 12 May 2017). According to media reports, the World Health
 Mynd: EPA
16 starfsmönnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var tímabundið forðað úr borginni Beni í austurhluta Austur-Kongó eftir að sprengja lenti á híbýlum þeirra. Liðsmenn sameinaða lýðveldishersins, ADF, og friðargæslusveitar Sameinuðu þjóðanna kljást á svæðinu, og segir Michel Yao, stjórnandi WHO á svæðinu, að hann viti ekki hverjir vörpuðu sprengjunni.

Enginn starfsmanna WHO slasaðist. Þeir urðu skelfingu lostnir, og voru fluttir í borgina Goma þar sem þeir fá að jafna sig, hefur AFP fréttastofan eftir Yao.

Alls er 191 starfsmaður stofnunarinnar í Beni, þar sem þeir takast á við útbreiðslu ebóla-veirunnar. Alls hafa 213 látið lífið á svæðinu vegna ebóla síðan í ágústbyrjun. Heilbrigðisráðuneytið í Austur-Kongó greindi frá því fyrr í dag að hlé væri gert á baráttunni við ebóla á meðan átökum ADF og friðargæslusveitarinnar standa, þar sem þau eru skammt frá bráðadeild sjúkrahúss á svæðinu og nærri híbýlum starfsmanna WHO. Sameinuðu þjóðirnar segja átökin hindra heilbrigðisstarfsfólk við að halda aftur af ebólafaraldrinum, en áratugum saman hafa þjóðflokkar á svæðinu staðið í skærum sín á milli.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV