Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Starfsmenn Oxfam hótuðu vitnum

19.02.2018 - 10:14
Mynd með færslu
 Mynd: Oxfam International
Bresku hjálparsamtökin Oxfam segja að þrír af starfsmönnum þeirra á Haítí sem sakaðir eru um kynlífsmisferli hafi hótað vitnum í máli þeirra. Í skýrslu samtakanna segir að sjö starfsmenn sem störfuðu fyrir hjálparsamtökin á Haítí 2011 að neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálfta hafi verið reknir fyrir kynlífsmisferli. Ekki hafi þó tekist að koma í veg fyrir að sumir þeirra réðu sig til starfa fyrir önnur hjálparsamtök.

Roland van Hauwermeiren, yfirmaður Oxfam á Haítí, var látinn taka pokann sinn og var knúinn til að segja af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa keypt ungar stúlkur til kynlífsathafna í íbúð sem hjálparsamtökin kostuðu.