Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Starfsfólk Facebook hlustar á hljóðupptökur

14.08.2019 - 19:47
Erlent · Innlent · Apple · Facebook · google · Smáforrit
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Samfélagsmiðillinn Facebook viðurkennir að starfsfólk félagsins hlusti á hljóðupptökur notenda Messenger-apps Facebook. Félagið segir að notendur hafi samþykkt að upptökur þeirra yrðu skrifaðar upp. Hins vegar hafi þeim hugsanlega ekki verið ljóst að það yrði gert af mannfólki.

Viðskiptablaðið greinir frá. 

Auk Facebook hafa fyrirtækin Google og Apple staðfest að starfsfólk hlusti á einkasamtöl notenda. Facebook segist hafa látið af hlustun fyrir um viku.

Á vef Forbes segir að um 1,3 milljarðar manns noti Messenger-app Facebook.