Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Stærsti humar sem veiðst hefur

28.11.2012 - 14:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Stærsti leturhumar sem sögur fara af á Íslandsmiðum, veiddist í liðinni viku. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun kemur fram að skjaldarlengd hans hafi verið 88 millímetrar og að hann hafi vegið tæplega hálft kíló. Heildarlengd dýrsins er hálfur metri.

Humarinn var veiddur í humartroll á Jóni á Hofi ÁR út af Selvogi.  Humarinn sló út eldra stærðarmet frá árinu 2008 en sá var veiddur norður af Eldey.

Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur, segir að frá árinu 2007 hafi verið mikið um stóran humar, sérstaklega við suðvestanvert landið. Hrafnkell tengir þetta minni sókn og hugsanlega hækkandi hitastigi sjávar við landið, en sjávarhiti hefur verið hár allt frá árinu 1997.

Humarinn er langlíf tegund og er stóri humarinn talinn að minnsta kosti vera 20 ára. Stærsti leturhumar sem vitað er um var 92 mm og veiddist hann við Portúgal.