Stærsti leturhumar sem sögur fara af á Íslandsmiðum, veiddist í liðinni viku. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun kemur fram að skjaldarlengd hans hafi verið 88 millímetrar og að hann hafi vegið tæplega hálft kíló. Heildarlengd dýrsins er hálfur metri.