Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Stærsta jólatré Egilsstaða

27.11.2013 - 13:19
Mynd með færslu
 Mynd:
15 metra hátt jólatré hefur verið sett upp í miðbæ Egilsstaða, það hæsta hingað til. Næsthæsta tréð var hálfum metra lægra. Tréð er sitkagreni sem sótt var í einkagarð á Egilsstöðum og voru taldir í því 47 árhringir.

Um langt árabil var hæsta tréð sem fellt var í Hallormsstaðarskógi sett upp við verslun Kaupfélags Héraðsbúa. Ljósin á trénu verða tendruð á laugardaginn.