Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Staðfestir lög um veiðigjöld

29.06.2012 - 10:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson, hefur staðfest lög um veiðgjöld. Forsætisráðuneytið staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.Samkvæmt lögunum mun útgerðin greiða hátt í þrettán milljarða króna á næsta ári fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.

Ólafur Ragnar sagði í viðtali í upphafi baráttu sinnar fyrir endurkjöri að fá mál væru jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæði þar sem þjóðin sjálf tæki afstöðu til þess hvernig hún vildi ráðstafa sameign sinni. Erfitt væri að hugsa sér stærra mál sem eðlilegt væri að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu ef einhver hluti þjóðarinnar teldi það mikilvægt. Hann hlyti því að hugleiða það mjög alvarlega hvort málinu yrði vísað í þjóðaratkvæði eða ekki.

Lögin um veiðigjöld voru mjög umdeild, bæði inná Alþingi og utan þess. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd af bæði stjórnarandstöðunni og fulltrúum sjávarútvegsins. Ekki náðist að ljúka málinu fyrr en samið var um að fresta öðrum málum til hausts. Lögin bárust forsætisráðuneytinu undirrituð á miðvikudag.