Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Staða mín er sterk, segir Jón

28.11.2011 - 08:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa fullt forræði yfir endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Hann furðar sig á umræðunni síðustu daga og segir hana hafa snúist um form, þegar réttast hefði verið að ræða innihald. Jón var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö fyrir átta í morgun. Hann vísaði á bug fullyrðingum um að staða sín væri veik innan ríkisstjórnarinnar og sér væri ekki sætt á ráðherrastóli.