Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Staða bæjarstjóra auglýst í 14 sveitarfélögum

18.06.2018 - 09:37
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Enn er óráðið í bæjar- og sveitarstjórastöður í sumum af fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Víða var ráðning óháðs bæjarstjóra gerð sem skilyrði í meirihlutaviðræðum eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar

Ef þig dreymir um að verða bæjarstjóri virðist rétti tíminn til þess vera núna. Staða bæjar- eða sveitarstjóra er laus í minnst fjórtán sveitarfélögum. Stöðurnar eru víðsvegar um landið. Auglýst er eftir bæjarstjóra á Akureyri, Fjarðabyggð, Ölfus, Hornafirði, Vesturbyggð og í nýju sameinuði sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Einnig er auglýst staða sveitarstjóra í Bláskógarbyggð, Vík í Mýrdal, Skagafirði og Strandabyggð. 
Þá á eftir að ráða bæjarstjóra á Ísafirði, Blönduósi, Árborg og Grindavík.

Kröfurnar sem gerðar eru til væntanlegra bæjarstjóraefna eru meðal annars leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, háskólamenntun sem nýtist í starfi, jákvæðni og frumkvæði. 
 

 

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV