Bílar nærri bakaríinu hafi gjöreyðilagst og skemmdir orðið á nálægum byggingum við götuna, Rue de Trévise, í níunda hverfi borgarinnar.
AFP segir að ljósmyndari á þeirra vegum hafi séð sjúkraflutningamenn flytja að minnsta kosti eina manneskju út úr húsinu á börum. FJöldi slasaðra var á reiki í morgun og bar fjölmiðlum ekki saman. Nú hefur verið staðfest að tólf séu alvarlega slasaðir, þar af fimm í lífshættu, og 24 hlutu minniháttar meiðsli. Þrír slökkviliðsmenn eru á meðal þeirra sem slösuðust.
Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla gulvestunga sem hafa komið þar saman á hverjum laugardegi frá því í nóvember. 80 þúsund lögreglumenn eru á vakt vegna þess í dag en sprengingin í morgun er ekki talin tengjast mótmælunum.
#intervention en cours des @PompiersParis pour un incendie dans un commerce suivi d’une forte explosion rue de Trévise dans le 9ème. Évitez le secteur et laissez le passage aux véhicules de secours
— Préfecture de police (@prefpolice) 12 January 2019
#Circulation, ce jour samedi 12 janvier, à l’occasion de plusieurs événements de voie publique à #Paris, des restrictions de circulation seront mises en place. @prefpolice conseille aux automobilistes de contourner très largement les zones concernées. https://t.co/DTmkN4Azci pic.twitter.com/KRyufH1voy
— Préfecture de police (@prefpolice) 12 January 2019
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:09 með staðfestum fjölda slasaðra.