Spotify sér eftir ritskoðunarstefnu

epa06560998 Spotify logo is presented on a smart phone screen in Berlin, Germany, 24 February 2018. According to the media, Spotify co-founder Daniel Ek does not want to lose control of the upcoming IPO of the world's largest music subscription
 Mynd: EPA

Spotify sér eftir ritskoðunarstefnu

31.05.2018 - 17:45

Höfundar

Forstjóri Spotify segir að fyrirtækið hafi ekki staðið vel að innleiðingu nýrrar stefnu fyrirtækisins sem snýr að „hatursefni og hatursfullri hegðun“.

Spotify innleiddi nýja stefnu í byrjun maí um „hatursefni og hatursfulla hegðun“. Samkvæmt henni vildi tónlistarveitan ekki gera tónlistarmönnum hátt undir höfði sem með framferði sínu brytu í bága við gildi fyrirtækisins. Í stefnunni sagði að yfirlýst markmið Spotify væri að standa fyrir „víðsýni, fjölbreytni, umburðarlyndi og virðingu.“  

Tónlist þekktra tónlistarmanna, R. Kelly og XXXTentacion sem báðir hafa verið sakaðir um misnotkun og ofbeldi, var við það tilefni fjarlægð af ritstýrðum lagalistum Spotify. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðunar listamannsins, en við viljum að ritstjórnarlegar ákvarðanir okkar – það sem við veljum á dagskrá – endurspegli gildi okkar,“ sagði talsmaður Spotify í viðtali við BBC.

Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Daniel Ek forstjóri Spotify.

Ákvörðun Spotify varð samstundis umdeild og tveimur vikum eftir að hún var innleidd hóf fyrirtækið að draga í land. Daniel Ek, forstjóri fyrirtækisins, segir í viðtali við Variety að stjórnendur þess hafi klúðrað innleiðingu nýju stefnunnar.

„Við hefðum getað staðið mun betur að þessu,“ segir hann og bætir við, „þetta snerist aldrei um að setja ákveðna listamenn í bann eða nafngreina ákveðna listamenn.“ Hann segist taka fulla ábyrgð á því að stefnan hafi verið óljós og auðvelt að mistúlka hana.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Spotify endurskoðar ritskoðunarstefnu