
Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, tónlistarmaður, lögfræðingur og uppistandari hefur nýlokið námi í framtíðarfræðum í Toronto. Hann er staddur á landinu og ætlar að troða upp með félögum sínum í Mið-Íslandi um helgina. Hann var föstudagsgestur Síðdegisútvarpsins að þessu sinni.
Einn og hálfur milljarður jarðarbúa notar samskiptamiðilinn Facebook, sem stofnaður var fyrir 12 árum. Hvernig hefur Facebook breytt okkur og samfélaginu og hvernig hefur miðillinn sjálfur breyst? Við ræddum þessar spurningar og fleiri við Baldvin Þór Bergsson fréttamann og stundakennara við Hí, þar sem hann kennir námskeið um samfélagsmiðla og Júlíu Hermannsdóttur samfélagsmiðlastjóra hjá QuizUp.
Janúar heitir já-núar í Árbæjarskóla og þar leggja nemendur sig fram við að einblína á gleðilegu hlutina í lífinu í leik og starfi. Síðdegisútvarpið kíkti í heimsókn þangað.