Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli mánaða í desember. Íbúðir í fjölbýli hækkuðu um 1,7%, umtalsvert meira en í sérbýli sem hækkuðu um 0,3%. Í Hagsjá Landsbankans er tekið til þess að raunverð fasteigna hafi hækkað umtalsvert því verðbólga hafi verið lítil á árinu.