Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Spáir 10% fækkun ferðamanna

25.01.2019 - 10:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Kristján Sigurjónsson ritstjóri ferðamálvefsins Túristi.is spáir því að ferðamönnum hingað til lands fækki um alla vega 10% á þessu ári.

Hann sagði á Morgunvaktinni á Rás 1 að minna væri vitað nú en áður því Isavia hafi vanalega birt ferðamannaspá í nóvember og Icelandair hafi ekki birt áætlun um farþegafjölda. Isavia birtir sína farþegaspá á þriðjudaginn. 

„En ef maður rýnir svolítið í það sem hefur komið þá er það nú frá forsvarsfólki Icelandair og þennan samdrátt sem boðaður hefur verið hjá Wow air, sem er náttúrulega verulegur, 40-45%, og skoðar svo áætlanir erlendu flugfélaganna þá held ég að manni sé svona nokkuð óhætt að spá því að samdrátturinn í fjöldanum verði alla vega um 10% í ár,“ segir Kristján hjá Túrista.

Hann segir að fyrir utan 40-45% samdrátt Wow air, hafi erlendu flugfélögin ekki bætt við ferðum hingað en flugáætlun Icelandair sýni 10 prósenta aukningu. Samdrátturinn komi líklega helst fram í færri bandarískum ferðamönnum.  

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is. Mynd:
Kristján Sigurjónsson