Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp Sanchez

13.02.2019 - 12:11
Mynd með færslu
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, á þingi í dag. Mynd:
Spænska þingið hafnaði í morgun fyrsta fjárlagafrumvarpi  Pedros Sanchez, forsætisráðherra og leiðtoga Sósíalistaflokksins. Alls greiddi 191 þingmaður af 350 atkvæði með breytingum á frumvarpinu og kom þannig í veg fyrir að það næði fram að ganga.

Talið er líklegt að Sanchez bregðist við með því að rjúfa þing og boða til kosninga á Spáni. Sanchez myndaði ríkisstjórn í júní á síðasta ári eftir að meirihluti þings hafði samþykkt vantraust á ríkisstjórn Marianos Rajoys, leiðtoga Lýðflokksins.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV