Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sorg og kraftaverk í snjóflóðunum

16.01.2015 - 17:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Á meðan sumir misstu mikið í snjóflóðinu í Súðavík fyrir 20 árum björguðust aðrir úr flóðinu, jafnvel á ótrúlegan hátt. RÚV heldur áfram að rifja upp snjóflóðið í Súðavík fyrir tuttugu árum.

Í fréttum RÚV árið 1995 var meðal annars rætt við feðgin sem björguðust úr flóðinu, við Hafstein Númason sem missti þrjú börn sín þegar flóðið féll, og við Tomasz Veruson sem lifði af ríflega sólarhrings veru í snjónum sem verður að teljast kraftaverk.

Hér má sjá brot úr viðtölum við þetta fólk sem lenti í þessum miklu hörmungum.