
Soreda gaf sig fram—„við góða andlega heilsu“
Fjölskyldu Louise og Interpol í París hefur verið komið í samband hana og mun hún halda ferðalagi sínu áfram, segir í tilkynningunni.
Lögreglan fékk fyrirspurn frá Interpol í París í síðustu viku þar sem Louise var leitað þar. „Ættingjar hennar sáu ástæðu til þess að óttast um líf hennar óskuðu eftir að grenslast yrði um ferðir hennar hér á landi,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Við eftirgrennslan lögrelgu sást Soreda á myndum úr öryggismyndavélum sem bentu til þess að hún væri á ferðalagi með karlmanni sem væri eins útbúin, með viðlegubúnað á bakinu. „Nú í morgun fengust staðfestar upplýsingar um að hún hafði greitt fyrir þjónustu 11. júlí sl. af ferðaþjónustufyrirtæki sem er með starfsemi í Þórsmörk.“
Soreda gaf sig síðan fram við lögregluna á Suðurlandi. Með henni í för var samlandi hennar „og virtist hún við góða andlega heilsu.“ Hún mun halda áfram ferðalagi sínu um landið en fjölskyldu hennar og Interpol í París hefur verið komið í samband við hana.