Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Sonur Gaddafis fyrir rétt

29.08.2013 - 00:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Réttarhöld yfir Saif al-Islam, syni Muammars Gaddafis, fyrrverandi Líbíuleiðtoga, og Abdulla al-Senussi, fyrrverandi yfirmanni líbísku leyniþjónustunnar, og 26 öðrum hefjast 19. september.

Embætti saksóknara í Líbíu greindi frá þessu. Saif al-Islam og Senussi voru í gær ákærðir fyrir morð, en hinir eru ákærðir fyrir ýmsar sakir, morð, mannrán og önnur ofbeldisverk. Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 280 öðrum úr valdaklíku Gaddafis.