Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Söngvakeppnin fór illa með okkur

Mynd: Árný og Daði / RÚV

Söngvakeppnin fór illa með okkur

10.02.2018 - 21:01

Höfundar

„Það hefur stundum verið sagt að ég hafi fæðst á sviðinu í Söngvakeppninni, en ég vil meina að ég hafi dáið á sviðinu,“ segir Daði Freyr, sem lenti í öðru sæti í Söngvakeppninni á síðasta ári. „Annað sæti er ekki fyrsta sæti.“

Daði Freyr og Árný kærastan hans fluttu nýlega til Kambódíu, en á Íslandi var alltaf verið að minna þau á keppnina örlagaríku sem þau náðu ekki að sigra. „Hérna er öllum alveg sama,“ segir Árný en þau sömdu lag um þrautagöngu sína sem heyra má og sjá hér fyrir ofan.