Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sólveig er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019

Mynd með færslu
 Mynd:

Sólveig er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019

19.01.2019 - 13:33

Höfundar

Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur, er bæjarlistamaður Seltjarness árið 2019. Hún er 23. listamaðurinn sem hlýtur þessa heiðursnafnbót og fyrsti rithöfundurinn.

Menningarnefnd Seltjarnarness, sem sér um val á bæjarlistamanni, veitti Sólveigu viðurkenningarskjal ásamt starfsstyrk, einni milljón króna, við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær. 

Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að Sólveig sé afar fjölhæf á sviði lista, skapandi greina og miðlunar. Hún er í grunninn menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands og lauk auk þess námi í almennri bókmenntafræði og kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún hefur sinnt hinum ýmsu störfum, m.a. sem íslensku- tjáningar- og leiklistakennari, leikkona og dagskrárgerðarmaður á RÚV. 

Frá árinu 2013 hefur Sólveig sinnt ritstörfum. Á þeim tíma hefur hún gefið út fjórar glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012, Hinir réttlátu árið 2013, Flekklaus árið 2015 og Refurinn árið 2017. Hún vinnur um þessar mundir að gerð þeirrar fimmtu.