Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Sólarlaust á Siglufirði

16.11.2011 - 13:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Sólin hvarf bak við suðurfjöllin á Siglufirði í gær og sést þar ekki næstu tíu vikurnar. Sigurður Ægisson, sóknarprestur Siglfirðinga, segir heimamenn kannski kunna enn betur að meta sólina fyrir vikið. Sólin sjáist ekki í 74 daga og menn sakni hennar mikið.

Sigurður segir að sólin skipti miklu máli. Mönnum þyki vænna um hana þegar menn viti að hún hverfi en komi svo aftur. Þá sé mikið viðhaft, Sólardagurinn svokallaði 28. janúar. Hann hafi áður verið 27. janúar, þegar byggði hafi verið strjálli. Þá hafi menn fagnað fyrstu sólargeislunum sem skynið hefðu á prestsetrið Hvanneyri. Þetta hafi breyst eftir að byggðin þéttist og menn farið að miða við Ráðhústorgið sem sé degi síðar.